Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 27. júlí 2008 Prenta

Rekabændur gleðjast.

Spýta í vörinni í Litlu-Ávík nýrekin.
Spýta í vörinni í Litlu-Ávík nýrekin.

Dálítill reki.

Í vor og í sumar hefur verið dálítill vottur af reka og talsvert borist á fjörur rekabænda,enda hafa verið norðvestanáttir og norðanáttir ríkjandi með hægum vindi.

Enda segjast sjómenn sjá talsvert af við í sjónum og stundum þarf að vara sig ef um stærri drumba er um að ræða.

Mikið af þessu er ruslviður enn nú undanfarið hafa borist allgóðar spýtur að landi,stauralengd og meyra,stauralengd er sex fet eða þrjár álnir.

Talsvert af þessum við er rauðaviður(harðviður)sem mikil eftirspurn er í í klæðningar og gluggaefni svo dæmi sé tekið.

Undanfarin átta til tíu ár hefur verið mjög lítið um reka.

Á myndinni hér til hliðar er rekaspýta sem er 8 metrar að lengd og 11 tommur í þvermál,sem rak í svonefndum Hjallskersvogi og með smá hjálp flaut hún inn í lendinguna(vörina) í Litlu-Ávík.Þessi spýta er skemmd af svo nefndu Barkrofi,sem sést vel á myndinni.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
Vefumsjón