Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. ágúst 2010 Prenta

Rekaviðarferð.

Rekaviðurinn var tekin í svonefndri Skriðuvík.
Rekaviðurinn var tekin í svonefndri Skriðuvík.
1 af 4
Rekaferð.

Það er enginn leikur fyrir þá hálfbræður Sigurstein Sveinbjörnsson bónda og Jón G Guðjónsson landeigendur í Litlu-Ávík,að flytja heim af rekanum þar sem fjörur liggja norðan og norðaustan megin undir snarbröttum hömrum og hlíðum Reykjaneshyrnunnar.

Ekki er vélgegnt á fjörur þar,þarf því að koma viðnum aftur í sjóinn og flytja heim á bátum.

 

Það var farin ein slík ferð á föstudaginn 6 ágúst,þegar Ægir Thorarensen  sem er á strandveiðum á bátnum Agnesi Guðríði ÍS-800 og rær frá Norðurfirði bauðst til að fara eina rekaferð,því strandveiðum er lokið á þessu svæði.

Auk þess sem báturinn Agnes fór í þessa rekaferð var fengin lánaður gúmmíbátur hjá Reimari Vilmundarsyni á Sædísinni til að fara á milli með kaðla í land og fram í stóra bátinn.

 

Nú í þessari rekaferð var viðurinn tekin í svonefndri Skriðuvík sem er norðan megin undir snarbröttum hlíðum Reykjaneshyrnu,enn þar er einn mesti reki í Litlu-Ávík.Tekið var stærsti og besti viðurinn,aðeins var ein stór spýta í þessu og ein súla sem mældist 18,5 metra löng og hitt sæmilegur smærri viður.

Nú var sá háttur hafður á að menn bundu saman spýturnar upp í fjöru með vissu millibili,síðan var farið með kaðal útí bát og hann dró strolluna út,og síðan var flotin skilin eftir út á rúmsjó,og sótt meira í fjöruna í fimm eða sex ferðum.

Síðan var spýtuflotanum safnað saman og dregin á vélbátnum Agnesi uppundir vörina í Litlu-Ávík.

 

Það má geta þess að Skipstjórinn á Agnesi,Ægir Thorarensen  er ættaður frá Gjögri hér í Árneshreppi,afi hans og amma voru heiðurshjónin Axel Thorarensen og Agnes Guðríður Gísladóttir,og heitir báturinn eftir ömmu hans.

 

Aðrir í þessari ferð voru,Rósmundur Skarphéðinsson,Úlfar Eyjólfsson,Guðlaugur Ágústson,dóttir hans Júlíana Lind með á gamni,Sigursteinn Sveinbjörnsson og Jón G Guðjónsson,sem gerði ekkert var aðallega að mynda.

Ágætt sjóveður var gráð á sjónum en aðeins súgur við landið,aðeins kulaði af austri fyrir heimferð og fór að rigna.

Myndir hafa verið settar inn af rekaviðarferðinni í myndasafni sem heitir Rekaferð.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
Vefumsjón