Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. október 2010 Prenta

Rekstur HVE í jafnvægi.

HVE-Hólmavík.Mynd Ingimundur Pálsson.
HVE-Hólmavík.Mynd Ingimundur Pálsson.

Rekstur Heilbrigðisstofnunar Vesturlands er í ásættanlegu jafnvægi eftir starfsemi 7 mánuði ársins 2010 sem er fyrsta starfsár stofnunarinnar.

Heildarútgjöld þetta tímabil reyndust 1.734 milljónir króna samanborið við 1.791 milljónir króna hjá þessum átta sjálfstæðu stofnunum sama tímabil árið 2009.  Rekstrarkostnaður hefur því lækkað um 57 milljónir króna á milli ára eða um 3,3%.
Heildar rekstrarkostnaður stofnunarinnar er tæpum 9 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir en þess ber að geta að tekjur eru jafnframt nokkuð lægri.  Það skýrir halla sem nemur 4,4 milljónum króna fyrir þetta tímabil eða 0,3%.

Laun og launatengdur kostnaður nemur 1.299 milljónum króna og hefur lækkað um 37 milljónir á milli ára eða um 3%.
Annar rekstrarkostnaður nemur á þessu ári 435 milljónum króna en var 454 milljónir árið 2009 og lækkar því um 4,5%.

Nefna má nokkra þætti sem á árinu hafa þróast til umtalsverðrar lækkunar í kjölfar aðhaldsaðgerða og lækkunar fjárveitinga til starfseminnar.  Þannig hefur verið dregið úr yfirvinnu sem nemur 18,3 milljónum króna þetta tímabil sem er 16% lækkun, akstur starfsmanna,  kostnaður vegna ferða og funda hefur að sama skapi lækkað um 13 milljónir eða 74%.  Þá hefur vaxtakostnaður stórlækkað og er nú eftir 7 mánuði ársins 2 milljónir en var á sama tíma í fyrra um 9 milljónir króna.

Í ljósi boðaðra upplýsinga um áframhaldandi þrengingar, samdrátt í fjárveitingum til  heilbrigðisþjónustu og enn frekari niðurskurð, þá er lagt kapp á að rekstur stofnunarinnar verði í fullkomnu jafnvægi til ársloka.  Vísbendingar eru um að það takmark náist í góðu samstarfi við starfsfólk stofnunarinnar hvarvetna um Vesturland. 
Segir í fréttatilkynningu frá HVE.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
Vefumsjón