Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. september 2008 Prenta

Réttað í Kjósarrétt.

Ær kom með nýfætt lamb í leitunum.
Ær kom með nýfætt lamb í leitunum.
1 af 4

 

Leitin hófst við Naustvíkurgil og  Búrfell,leitað var svæðið  milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði og síðan til Kjósarréttar og réttað þar.

Einnig var leitað fjalllendið frá Búrfelli út Kjósarfoldir,með Háafelli,og til sjávar,að Kleifará.Féið var síðan rekið til Kjósarréttar og réttað þar.

Á fimmtudag og föstudag voru bændur búnir að smala frá Kaldbak til Veiðileysu og rekið í rétt þar.

Og seinni dagin var smalað frá Veiðileysu kringum Kamb og með sjónum til Kjósar.Þar er fé sorterað og fé sem á að fara í slátrun og einnig líflömb er keirt heim á tún bænda.

Þessi smalamennska er vegna þess að engar lögskipaðar leitir eru á þessu svæði.

Veður var misjafnt þessa smala og leitardaga,á fimmtudag var hvasst með smá skúrum,á föstudag var að mestu hvassviðri og stormur,með miklum skúrum um morgunin,síðan stytti upp enn rigning um þrjúleitið þegar fé var rekið í rétt.

Í leitunum í dag kom ær með nýfætt lamb,sennilega borið í gær eða fyrradag.

Í leitunum í dag var allhvass og skúrir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Húsið 29-10-08.
Vefumsjón