Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. september 2013 Prenta

Réttað í Kjósarrétt.

Úr Kjósarrétt.
Úr Kjósarrétt.
1 af 4

Leitin hófst við Naustvíkurgil og  Búrfell,í vestri og leitað var svæðið  milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði. Á syðra svæðinu hófst leit við Búrfell, leitað var fjalllendið frá Búrfelli og út Kjósarfoldir, með Háafelli, og til sjávar, að Kleifará. Fé var síðan rekið til Kjósarréttar við Reykjarfjörð og réttað þar. Letarmenn fengu ágætisveður á fimmtudag og föstudag,og í dag var nokkuð bjart og úrkomulítið inn í Reykjarfirði,þrátt fyrir súld og rigningu norðar við ströndina.

Á fimmtudaginn 19., var smalað frá Kaldbaksvík og til Veiðileysu og rekið í rétt þar og fé keyrt heim á bæi. Síðan á föstudaginn 20.,var smalað kringum Kamb til Kúvíkur og það fé rekið í Kjósarrétt og lömbum keyrt heim. Þannig að það er réttað tvívegis í Kjósarrétt,þessar leitir eða smalanir teljast ekki skylduleitir hversu einkennilegt sem það er nú.!

Athugasemdir

Atburðir

« 2020 »
« Maí »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
  • Úr sal Gestir.
  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
Vefumsjón