Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2018 Prenta

Réttað í Melarétt 2018.

Frá Melarétt.
Frá Melarétt.
1 af 4

Í gær föstudag var leitað norðan Ófeigsfjarðar, og gekk það ágætlega, féið var haft í girðingu yfir nóttina í Ófeigsfirði. Seinni daginn var leitað frá Ófeigsfirði um Ingólfsfjörð, sjá leitarseðil, og rekið í rétt við Mela. Leitarmenn fengu vætu báða dagana, rigningu eða skúrir og svalt veður, en þurrt var þegar var réttað. Leitarmenn segja það hafi smalast sæmilega, og fé hafi eitthvað lækkað sig eftir að snjóaði í fjöll í nótt.

Það komu góðir gestir í réttina eins og svo oft áður, það voru þeyr Hilmar Hjartarson sem er kenndur við Steinstún með harmonikku og Ágúst Guðmundsson kenndur við Kjós, með gítar. Spiluðu þeyr félagar á meðan dregið var í dilka, og síðan var fjöldasöngur. Nú var spilað inní bogaskemmu sem er þarna við réttina vegna þess hvað var kalt.

Hér er ein vísa í restina:

 Ég nestispoka á baki ber

og bregð mér uppá fjöll

og fjöldi álfa fagnar mér

og ferleg hamratröll.

Svo líða dagar, líða ár,

og lítill verður stór.

En oft man halur hærugrár

Hvar hann sem drengur fór.

(höfundur ókunnur.)

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
Vefumsjón