Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. september 2019 Prenta

Réttað í Melarétt.

Féið kemur í rétt.
Féið kemur í rétt.
1 af 4

Í gær föstudaginn 13 var leitað norðan Ófeigsfjarðar, og gekk það ágætlega, féið var haft í girðingu yfir nóttina í Ófeigsfirði. Seinni daginn var leitað frá Ófeigsfirði um Ingólfsfjörð og rekið í Melarétt. Leitarmenn fengu sæmilegt veður fyrri daginn, SV kalda og skúrir. En seinni daginn réttardaginn var NA og síðan N kaldi og upp í allhvassan vind með rigningu. Slagveður var þegar réttað var um hálf þrjú leitið. Síðan fóru leitarmenn í mat að Melum eða heim til sín, enda allir eins og af sundi dregnir.

Ekki er vitað hvernig smalaðist fyrr en búið er að draga.

Hér er ein vísa í restina:

 Ég nestispoka á baki ber

og bregð mér uppá fjöll

og fjöldi álfa fagnar mér

og ferleg hamratröll.

Svo líða dagar, líða ár,

og lítill verður stór.

En oft man halur hærugrár

Hvar hann sem drengur fór.

(höfundur ókunnur.)

Frétt á MBL.is um Melarétt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
Vefumsjón