Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. september 2009 Prenta

Réttað var í Kjósarrétt í dag.

 Lambhrútur kom í réttina í Kjós í gær sem er með fjögur horn,eða fjórhyrndur.
Lambhrútur kom í réttina í Kjós í gær sem er með fjögur horn,eða fjórhyrndur.
1 af 3
Leitað var í dag annað og þriðja leitarsvæði samkvæmt fjallskilaseðli Árneshrepps.

Annað leitarsvæði er leitað þannig:

Leitin hófst við Naustvíkurgil og  Búrfell. Leitað var svæðið  milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði og síðan til Kjósarréttar og réttað þar.

Sama dag er þriðja leitarsvæði leitað og er leitað þannig:Leitin hófst við Búrfell,og leitað er fjalllendið frá Búrfelli og út Kjósarfoldir,með Háafelli og til sjávar að Kleifará.Féð er síðan rekið í Kjósarrétt.

 

Áður var búið að smala eyðijarðirnar syðst í hreppnum.

Á fimmtudag var smalað frá Spena það eru hreppsmörk Kaldaðarneshrepps og Árneshrepps,og til Veiðileysu og rekið í rétt þar.

Tekið var frá þar og öllum lömbum keyrt heim á tún bænda sem áttu fé þar.

Á föstudaginn var smalað frá Veiðileysu og kringum Kamb og með sjónum til Djúpavíkur og fé rekið í Kjós og réttað

í Kjósarrétt.

Þar var dregið og lömb sett á vagna og kerrur og keyrð heim,enn ær skyldar eftir nema sem fer í slátrun.

Það má segja að föstudagurinn sé eins mikill dagur í Kjósarrétt eins og sjálfur skylduleitardagurinn í dag,jafnvel fleira fé og eins mikið af fólki.

Smala og leitarmenn fengu að mestu sæmilegt veður en suðvestan kaldi með skúrum á fimmtudag,og aðeins skúravottur í gær en í dag léttskýjað og kul.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Húsið fellt.
  • Úr sal.Gestir.
  • Byrjaðað jafna brunarústir við jörðu 19-06-2008.
Vefumsjón