Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. september 2010 Prenta

Réttað var í Melarétt í dag.

Féð er að koma niðrað Melarétt af Eyrarhálsi.
Féð er að koma niðrað Melarétt af Eyrarhálsi.
1 af 5
Fyrri daginn föstudaginn 10. sept. 2010, var svæðið norðan Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þótti og komið var að Ófeigsfirði um kvöldið,féð var geymt í girðingu þar yfir nóttina.
Leitarmenn urðu fyrir þeirri óhepnni að féð slapp út úr girðingu um nóttina,og varð að smala aftur þar norður að Hvalá og uppí Húsadal í morgun,seinkaði þetta því smölun í dag og var réttað seinna á Melum en vanalega eða ekki fyrr enn um hálf fimm.
Í dag síðari daginn laugardag  var fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal

og Seljaneshlíð. Einnig var leitað svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð var rekið síðan yfir Eyrarháls og réttað á Melum.
Björn Torfason á Melum var leitarstjóri og sagði hann að smalast hefði vel fyrri daginn en þá var mjög gott veður,enn í dag var þoka langt niðrí hlíðar og sjáfsagt hefði fé orðið eftir í þokunni,því fé er langt uppi í þessu góða veðri og hlýindum.
Enn aðalmáli skipti að leitarmenn skiluðu sér niður,sagði leitarstjórinn Björn.
Talið var að um þúsund fjár hafi verið réttað í Melarétt í dag,og fé talið koma vænt af fjalli.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Sement sett í.06-09-08.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Þakjárn komið á mikið til á bílskúr,22-11-08.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón