Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. september 2018
Prenta
Réttað var í dag í Kjósarrétt.
Leitað var Reykjarfjarðasvæðið í morgun og fram á dag, þetta fé sem náðist var rekið í Kjósarrétt við Reykjarfjörð. Fátt fé er nú orðið á þessu svæði og sjálfsagt hefur ekki smalast vel, því erfitt er að fara uppí snjólínu og ganga þar, mjög sleipt. Norðanáttin gekk niður liðna nótt og í morgun. Hitinn hefur verið frá 2 stigum í morgun og uppí þetta 4 stig yfir hádaginn.
Meðfylgjandi eru myndir úr Kjósarrétt, en fé sem verið var að smala kringum Kamb var ekki komið í rétt, þegar fréttamaður var á ferð, ekki var hægt að smala kringum Kamb í gær vegna veðurs.