Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2017 Prenta

Rok og ofsaveður.

Sjó skefur mikið í svona aflandsvindi.
Sjó skefur mikið í svona aflandsvindi.

Það er búin að vera suðvestlæg vindátt nú síðustu daga oft hvöss hér í Litlu-Ávík, enn aldrei eins og í gærkvöldi frá því um ellefu leitið (23:00) og fram yfir miðnættið nú fram til að verða tvö í nótt. Vindur var suðsuðvestan 44 hnútar til 48 og kviður upp í 74 hnúta, það er vindur í jafnavind frá stormstyrk og í kviðum uppí 38 m/s eða langt yfir gömlu 12 vindstigin. Veðurathugunarmaður hafði samband við vakthafandi veðurfræðing sem gerði nú ekki mikið úr þessu í fyrstu, en bætti síðan við í athugasemd veðurfræðings, að stormur gæti orðið á Ströndum um tíma. Veðurathugunarmanni fannst það nú alveg lágmark. En svo núna þegar þetta er skrifað stendur vindmælir yfirleitt í 34 til 40 hnútum og kviður í um 61 hnút. Það er svona kannski að verða svefnsamt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Úr myndasafni

  • Slegið up fyrir grunni.04-09-08.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
Vefumsjón