Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. júlí 2017 Prenta

Rúllað í gærkvöld.

Heyjað var á Melum fram á nótt.
Heyjað var á Melum fram á nótt.
1 af 2

Mikill og góður þurrkur var í gær frá því um hádegið þegar gerði suðvestan kalda,9 til 15 metra í kviðum. Byrjað var að rúlla hér í Litlu-Ávík eftir kvöldmat. Rifjað var þrisvar í gær. Byrjað var síðan að raka saman í múga fyrir kvöldmat til að eiga til þegar rúlluvélin kom eftir mat. Þetta hey náðist nokkuð vel þurrt í rúllurnar. Þetta sem búið er að slá lofar upp á mjög góðan heyfeng á þessu sumri, mun meyri heyskap en í fyrra. Síðan var rúllað á Melum fram á nótt.

Víða hefur verið slegið í gær og rifjað. Það er sem bændur segja nóg var að nefna nafn Birtu veðurfræðings á nafn og þá kemur þurrkur. Fréttamaður man efir því að meðan að Kristin Hermannsdóttir veðurfræðingur var á veðurstofunni, bað ég hana að spá þurrki í rigningasumri, það gekk eftir. Gerðum við oft mikið grín að þessu. Mikill missir eru af þeirri góðu konu á Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón