Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. ágúst 2013 Prenta

Sagað í bát.

Unnið við sögun.
Unnið við sögun.
1 af 4

Í vor eftir sauðburð og önnur útiverk var farið að saga í Litlu-Ávík að fullu í pantanir sem borist höfðu. Sigursteinn Sveinbjörnsson var beðinn að saga efni í miðaldabát sem fer að Reykhólum til Hjalta Hafþórssonar sem er að gera upp báta og smíðar einnig nýja báta og heldur þar með þessari þekkingu við að smíða báta úr rekaviði eins og tíðkaðist áður fyrr allt frá fornöld.

Sigursteinn hafði talsvert fyrir því að finna rétt efni til að saga í bátinn,kjölur og stefni þurftu að vera úr harðviði helst úr rauðaviði,en í byrðingsborðin úr furu og nokkuð sveiganlegu efni. Allt náðist þetta nú fyrir rest. Sigursteinn sagaði líka efni í bátaefni í fyrra fyrir Hjalta.

Einnig sagaði Sigursteinn um og yfir hundrað fermetra í klæðningu í sumarhús og í borð og stóla.

Nánar má lesa um þessa bátasmíði hér Horfin verkþekking: Á síðu Hjalta.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Úr myndasafni

  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Gengið upp Sýrárdal.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
Vefumsjón