Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. febrúar 2007 Prenta

Sagað í staura.

Einn kubbur komin í tvennt.
Einn kubbur komin í tvennt.
Sagað fyrir aðra rekabændur.
Nú undanfarna daga hefur Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi og sögunarmaður verið að saga í staura fyrir Björn Torfason bónda á Melum,einum stærsta fjárbónda Árneshrepps.
Eingin stór vélsög er að Melum og kemur Björn bóndi með stauraefni til Sigursteins í Litlu-Ávík í sögun,og sérstaklega það efni sem erfitt er að kljúfa(hleypa) í staura með meitlum og sleggju enn það er gert við þær spýtur sem liggur rétt og beint í,og það þykja sterkir staurar því þeyr klofna vel beint eftir spýtunni.
Spýtur sem eru kvistóttar og snúnar er útilokað að kljúfa.
Allt stauraefni og svona gróara efni sagar Sigursteinn í traktorsknúinni hjólsög og með vökvaknúnu borði.
Ef um sverar spýtur er um að ræða þarf að snúa kubbnum við og saga á móti hinu sagarfarinu til að ná kubbnum í tvennt,sem myndir sýna hér á eftir.
Sigursteinn sagar talsvert í vörubretti og í umbúðalista fyrir Vírnet í Borgarnesi.
Sigursteinn er líka með bandsög ásamt öðrum bónda,og í henni er sagaður borðviður,sperruefni og uppistöður eða annað byggingarefni eftir pöntunum.
Öll afsög og afgangar eru notuð í spýtnaketil til upphitunar íbúðarhúss.
Lítið hefur rekið af spýtum á fjörur hlunninda bænda undan farin ár enn samt vottur nú í fyrra og í haust ,enn það er mest ruslviður.
Þannig að rekabændur eiga nú lítið til af góðum við svo sem rauðavið(organ pain) og þess háttar kjörvið í gluggaefni og í parket sem þó svolítil sala var í.
Frekar lítil staurasala hefur verið undanfarið enn þó alltaf eitthvað.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Lítið eftir.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón