Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. september 2010 Prenta

Samningur á milli Verk Vest og Fræðslumiðstöðvarinnar.

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.

Mánudaginn 6. september s.l. undirrituðu Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða samning um samstarf. Samstarfið felst í samnýtingu á mannskap og aðstöðu. Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum fer í 100% starfshlutfall og vinnur að hluta fyrir Verkalýðsfélagið.

Með samstarfi þessu vonast báðar aðilar eftir að bæta þjónustu við fólkið Ströndum og reyndar einnig í Reykhólasveit, en með bættum samgöngum á milli Stranda og Reykhólasveitar hefur Kristín Sigurrós einnig þjónað því svæði.

Verkalýðsfélagið og Fræðslumiðstöðin eru ennfremur að kanna möguleika á að bæta húsnæðisaðstöðu sína á Hólmavík, enda leggja þau mikla áherslu á notalega aðstöðu sem býður fólk velkomið og lætur því líða vel.

Meðfylgjandi mynd er frá undirrituninni af þeim Smára Haraldssyni forstöðumanni Fræðslumiðstöðvarinnar og Finnboga Sveinbjörnssyni formanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Á milli þeirra er Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfsmaður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
Vefumsjón