Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. júní 2011 Prenta

Samspil II í Gallerí Lækjarkoti.

Myndlistakonurnar Ása, Bryndís, Kristín, og Magdalena Margrét opna sýninguna í Lækjarkoti.
Myndlistakonurnar Ása, Bryndís, Kristín, og Magdalena Margrét opna sýninguna í Lækjarkoti.
1 af 2
Fréttatilkynning:

Myndlistakonurnar Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir og Magdalena Margrét Kjartansdóttir opna sýninguna Samspil II í Gallerí Lækjarkoti í Borgarbyggð laugardaginn 25. júní klukkan 15.00. Þar verða sýnd olíuverk, akryl- og vatnslitaverk, textílverk, ljósmyndir, þrykk og myndbandsverk.

 

Gallerí Lækjarkot tengist vinnustofu Ásu Ólafsdóttur, en Lækjarkot stendur við þjóðveg númer eitt um sex km. ofan við Borgarnes.
Listakonurnar eiga fjölbreyttan sýningarferil að baki. Þær námu allar í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Reykjavík og hafa látið að sér kveða í íslensku myndlistarlífi síðustu áratugina.
Sýningin er opin í allt sumar frá fimmtudegi til sunnudags milli kl. 14.00 - 18.00 eða eftir samkomulagi við Ásu í síma 699-0531 og asa@asaola.is. Aðgangur er ókeypis.

Tvær af þessum konum sýndu í Ingólfsfirði fyrir tveim árum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
Vefumsjón