Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. mars 2011 Prenta

Sauðburður á Góu.

Systurnar Aníta og Magnea með nýfædda hrútlambið.
Systurnar Aníta og Magnea með nýfædda hrútlambið.
1 af 2
Ærin Blaðka  sem er sjö vetra bar einu hrútlambi á Bæ í Trékyllisvík í dag.

Hún hefur komist í hrút um eða fyrir 20 október en þá voru hrútarnir teknir inn að sögn Gunnars Dalkvist bónda í Bæ.

Heimasæturnar í Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn Gunnarsdætur eru hæstánægðar með sauðburðinn.
Myndir með frétt tók Pálína Hjaltadóttir í Bæ.
PS:
Morgunin 11-03 þegar komið var í húsin daginn eftir var ærin Blaðka orðin tvílembd og komin með gimbur í viðbót.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Skemmtiatriði.Söngur.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
Vefumsjón