| sunnudagurinn 11. maí 2008 Prenta

Sauðburður að komast á fullt

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Þá er sauðburður að komast í fullan gang og miklar annir og vökur framundan hjá bændum og þeim öðrum sem vinna við sauðburðin.

Nú er Hvítasunnuhret nýafstaðið hér á Ströndum sem og annarsstaðar sem stóð í tæpan sólarhring.
Það virðist sama hvort Hvítasunnan sé snemma eða seint alltaf koma hret.
Í fyrra gerði hret 24 og fram á kvöld þann 25,en Hvítasunnudagur var þá 27 maí og þá var sett fyrst út lambfé hér í Litlu-Ávík.

Undirritaður er nú að byrja vaktir í fjárhúsunum hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda í Litlu-Ávík sem vanalega.
Sjálfsagt verður eithvað lítið skrifað á næstunni nema eithvað mjög brýnt sé um að vera,og jafnvel að ekki verði lesin tölvupóstur hné honum svarað.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
Vefumsjón