Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. október 2011 Prenta

Sauðburður í október.

Ærin Menja með hrútlömbin sín tvö.
Ærin Menja með hrútlömbin sín tvö.

Það var heldur betur óvenjuleg sjón sem Sigursteinn bóndi Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík sá uppí girðingum þegar hann var að athuga með fé í morgun,þá var ærin Menja sem er fimm vetra borin tveim hvítum hrútlömbum,talið er að hún hafi borið í gær laugardag.Menju var sleppt út með öðru geldfé í vor ásamt hrútum rétt þegar sauðburður var að byrja og lömbin hafa því komið undir á milli 15 og 20 maí.Menju var strax komið í hús með lömbin sín tvö,enda Norðan allhvass og snjókoma komin um hádegið.Árið 2004 bar ærin Grágás tveim lömbum í Litlu-Ávík í endaðan september um miðja sláturtíð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
Vefumsjón