Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. febrúar 2017 Prenta

Saumaklúbbur.

Saumaklúbbur á Melum I
Saumaklúbbur á Melum I

Í gærkvöldi var fyrsti saumaklúbbur vetrarins haldinn á Melum hjá þeim hjónum Bjarnheiði Fossdal og Birni Torfasyni. Vel var mætt í klúbbinn miðað við fólksfjölda í sveitinni. Fólk er á faraldsfæti bæði úr hreppnum og aðrir koma í hreppinn um helgar þegar vegir eru næstum eins vel færir og á vordögum. Nú síðustu ár eru saumaklúbbunum að fækka sem eðlilegt er þegar bæjum fækkar með fasta búsetu, ef fréttamaður man rétt voru aðeins þrír klúbbar haldnir í fyrra.

Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin. Þá eru konur við sauma eða aðra handavinnu. Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margra áratuga og á meðan fleira fólk var í sveitinni voru klúbbarnir tvískiptir,það er klúbbar voru haldnir bæði í norðurhluta hreppsins og austari hlutanum þá var skipt við Melabæina. Oftast koma allir sem geta og eiga heimangegnt,ungir sem aldnir. Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar og standa fram á vor,og eru yfirleitt haldnir á tveggja vikna fresti,en annars fer það líka eftir veðri og færð. Nú eru þessir klúbbar jafnvel ekki nema mánaðarlega yfir háveturinn. Þetta er eitt af því fáa sem gert er hér í þessari fámennu sveit Árneshreppi til að koma saman. Alltaf eru veisluhlaðborð hjá þeim konum sem halda saumaklúbbana í lok samkomunnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón