Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2009 Prenta

Seinheppinn ökumaður.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.
Hann var heldur seinheppinn ökumaðurinn sem varð á vegi lögreglumanna í miðborginni í gær. Laganna verðir komu honum til aðstoðar en búið var að brjótast inn í bíl mannsins. Úr honum var stolið peningaveski og er tjónið bagalegt, eins og gefur að skilja. Vandræði ökumannsins voru þó ekki alveg að baki því bíllinn hans reyndist vera ótryggður og því var ekki um annað að ræða en að fjarlægja af honum skráningarnúmerin. Manninum var síðan ekið til síns heima. Mikið er um ótryggð og/eða óskoðuð ökutæki í umferðinni og þarf lögreglan nánast daglega að grípa til fyrrnefndra úrræða. Í gær voru fjarlægð skráningarnúmer af allnokkrum ökutækjum af þessum ástæðum.
Vefurinn er ekki vanur að segja fréttir af lögreglunni í Reykjavík,en í raun er fréttin sniðug og á erindi til allra ökumanna og margir burtfluttir Srandamenn og Árneshreppsbúar eru í henni stóru Reykjavík.
Enn þetta sýnir mikið kæruleysi og skömm fyrir viðkomandi bifreiðaeiganda.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
Vefumsjón