Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. janúar 2009 Prenta

Sendlingur í nausti.

Naustið á lóð Siglingastofnunar og vörin.Mynd Siglingastofnun.
Naustið á lóð Siglingastofnunar og vörin.Mynd Siglingastofnun.

Á lóð Siglingastofnunar er naust sem á sér sögu sem nær aftur til áranna fyrir síðari heimsstyrjöld. Þá tilheyrði landið Guðna Jónssyni sem byggði sér þar bátaskýli og gerði vör við fjöruna þaðan sem hann stundaði trilluútgerð í fjölda ára samhliða búskap og öðrum störfum. Árið 1990, eða um svipað leyti og starfsemi Siglingastofnunar fluttist alfarið í núverandi höfuðstöðvar, samþykktu bæjaryfirvöld í Kópavogi breytingu á lóðamörkum stofnunarinnar. Innan þeirra féll þá meðal annars gamla naustið og vörin, en stækkun lóðarinnar fylgdi kvöð um viðhald hvorutveggja.

 

Þar sem naustið var mjög illa farið var það nánast endurbyggt frá grunni auk þess sem vörin var lagfærð og endurbyggð að hluta. Þessi framkvæmd Siglingastofnunar þótti takast vel og hlaut viðurkenningarskjal frá Kópavogsbæ. Við ströndina liggur nú fjölfarinn göngustígur svo margir eiga leið um þennan fallega stað.

 

Hitt vita færri að inni í bátaskýlinu leynist árabátur sem á sér enn lengri sögu en naustið sjálft. Hann ber nafnið Sendlingur, var smíðaður af Ólafi Aðalsteini Bergsveinssyni bónda og bátasmið í Hvallátrum á Breiðafirði árið 1886 og er því með elstu tréskipum á landinu. Þegar Ólafur hætti búskap gaf hann fóstursyni sínum, Jóni Daníelssyni bátinn sem aftur gaf hann frænda sínum og sonarsyni Ólafs eldri, Aðalsteini Eyjólfi Aðalsteinssyni. Fyrir nokkrum árum hóf Aðalsteinn að gera Sendling upp og fékk aðstöðu til þess í naustinu góða í Vesturvör. Raunar reyndust fáar spýtur úr gamla bátnum nothæfar í endurgerðina en þó nógu margar til að hægt er að rökstyðja það að sálin eigi þar sinn samastað áfram. Ennþá er Sendlingur í naustinu og er það vel við hæfi að uppgert hýsi það gamlan bát í nýjum búningi.
www.sigling.is
Siglingastonun Íslands. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
Vefumsjón