Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. apríl 2013 Prenta

Sérsveitin og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra aðstoða lögregluna á Vestfjörðum við þjálfun.

Sérsveit lögreglunnar.Mynd lögreglan.is
Sérsveit lögreglunnar.Mynd lögreglan.is
Sérsveitin hefur komið að þjálfun lögreglumanna hjá lögregluliðum um allt land. Á dögunum fóru nokkrir sérsveitarmenn ásamt lögreglumanni frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og bráðatækni frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, vestur á firði til þess að aðstoða lögregluna við æfingar. Mikill vilji og metnaður er til staðar hjá lögregluliðum á öllu landinu til þess að efla lögreglumenn í starfi með því að halda æfingar eins og þessa, en eins og gefur að skilja hefur niðurskurður til lögreglunnar sannarlega áhrif á fjölda slíkra æfinga. Æfð voru viðbrögð lögreglunnar við hinum ýmsu atvikum sem upp geta komið og reynt að hafa allar aðstæður sem raunverulegastar fyrir lögreglumennina að fást við. Að vanda stóðu vestfirskir lögreglumenn sig með sóma og leystu vel úr þeim verkefnum sem þeir fengu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Drangavík 18-04-2008.
Vefumsjón