Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. febrúar 2022 Prenta

Sextánmanna þorrablót.

Sextán manns voru á þorrablótinu.
Sextán manns voru á þorrablótinu.

Það var haldið þorrablót í Árneshreppi í gær með því fámennasta sem hefur verið hér. 16 manns komu á þorrablótið en 2 komu ekki, eru því aðeins 18 manns í hreppnum um þessar mundir.

Sauðfjárræktarfélagið Von hélt þorrablótið og var maturinn pantaður frá Múlakaffi í Reykjavík og kom hann með flugi í gær með Norlandair. Þetta var raunverulega í síðasta lagi sem hægt var að halda þorrablót svo það bæri það nafn með réttu, því Þorraþræll er í dag og konudagur á morgun og góa byrjar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
Vefumsjón