Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. desember 2009 Prenta

Síðasta blað Gagnvegar fyrir jól.Og blaðaútgáfu hætt.

Kristín Sigurrós Einarsdóttir á skrifstofu sinni.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir á skrifstofu sinni.
1 af 2
Síðasta blað Gagnvegar kemur út í vikunni, en blaðinu hefur verið dreift um allar Strandir og til áskrifenda vikulega síðustu ár,eða síðan blaðið hóf göngu sína sjötta september 2007,en blaðið var stofnað þann 24 ágúst sama ár og hlaut nafnið Gagnvegur.
Vegna jólanna verður hægt að skila inn efni og auglýsingum lengur en vanalega, eða til kl. 22:00 á miðvikudagskvöld. Blaðið verður prentað á fimmtudagsmorgun og því dreift á Hólmavík eftir hádegi á fimmtudag, en á aðra staði með póstinum á föstudaginn. Þetta blað verður það síðasta því útgáfunni verður hætt um áramótin. Kristín S. Einarsdóttir útgefandi þakkar lesendum, viðskiptavinum, pennahöfundum og öðrum sem hafa lagt útgáfunni lið kærlega fyrir sitt framlag.

Jólakveðjur verða í síðasta Gagnveginum og má senda þær til birtingar á netfangið stina@holmavik.is í síðasta lagi á miðvikudagskvöld.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir alla Strandasýslu og nærliggjandi héruð að ekki sé hægt að halda úti einu litlu héraðsfréttablaði.
Kristín S Einarsdóttir hefur verið með margar nýungar í Gagnvegi svo sem"Pennann" sem gekk á milli Strandamanna mestallan tímann sem blaðið var og gekk og þótti mjög vinsælt meðal lesenda blaðsins.Ekki má gleyma aflatölum úr héraðinu sem birtist vikulega og margt fleira.
Litli-Hjalli þakkar Kristínu og Gagnvegi fyrir sitt framtak í fjölmiðlaheimi Strandamanna og þakkar henni ávallt góð kynni og gott samband  við að deila fréttum úr sýslunni okkar fögru.
Vegna þess hvað blaðið verður prentað seint kemur blaðið ekki til Árneshreppsbúa fyrr en á mánudaginn 21 desember.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
Vefumsjón