Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. júní 2015 Prenta

Síðasta flug á Gjögur í bili.

TF-ORB Cessna 207  7 sæta, eins hreyfils flugvél Ernis.
TF-ORB Cessna 207 7 sæta, eins hreyfils flugvél Ernis.

Í gær var síðasta áætlunarflug Ernis á Gjögur, því flugbrautinni verður lokað klukkan sex að morgni næsta mánudag 22. júní. Áætlun lokunarinnar á Gjögurflugvelli er fram til 16 ágúst næstkomandi. Auðvitað getur þessi áætlun breyst en það verður að koma í ljós síðar, þegar framkvæmdir eru vel á veg komnar. Ekki gat nú flugfélagið Ernir flogið þessa síðustu áætlun á réttum tíma í gær. Áætlunin var í fyrstu í gær klukkan 12:30 úr Reykjavík, á einni af 19 sæta vélum þeirra, sem er rétt áætlun, en um tvöleytið var því breytt í litlu einshreyfils vélina og þá úr Reykjavík um 15:45, en því seinkaði stöðugt og loks kom sú litla einna hreyfla um 17:40. Við erum að vona hér íbúar í Árneshreppi að við þurfum ekki að vera í þriðja til fjórða sæti eftir að flugbrautin er orðin malbikuð og fín til lendingar fyrir hvaða 20 til 50 manna vélar sem eru í notkun. Enn þessi seinkun í dag var útskýrð af Ernum út af góðu veðri og það þurfti að nota allar vélar í útsýnisflug auk annars áætlunarflugs. Ernir hafa líka áætlunarflug á Gjögur og það bara einu sinni í viku á sumrin, og hefðu nú átt að sinna þessu síðasta flugi vel og á réttum tíma.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
Vefumsjón