Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. nóvember 2020 Prenta

Síðasta flug flugfélagsins Ernis á Gjögur.

Ernir flugu sitt síðasta áætlunarflug til Gjögurs í dag.
Ernir flugu sitt síðasta áætlunarflug til Gjögurs í dag.
1 af 2

Flugfélagið Ernir flugu sitt síðasta áætlunarflug á Gjögur í dag. Flugfélagið Ernir hafa flogið á Gjögur allt frá árisbyrjun 2007 þegar þeir tóku við af Landsflugi sem hætti alfarið flugrekstri í árslok 2006. En nú næstkomandi mánudag 16 nóvember tekur Flugfélagið Norlandair við.

Ernir hafa þjónað Árneshreppi vel og dyggilega í þessi tæpu 14 ár. Fleira fólk var í hreppnum þegar þeyr byrjuðu flug á Gjögur og því meira að flytja bæði vörur og póst. Og mikið var um farþega þá. Nú síðustu ár er miklu færra fólk í hreppnum og minna að flytja en Ernir fækkuðu ekkert ferðum ef eitthvað var að flytja.

Frétt af litlahjalla þegar Ernir byrjuðu flug á Gjögur 2 janúar 2007.:

https://litlihjalli.it.is/frettir/Ernir_a_Gjogur_i_dag/

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
Vefumsjón