Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. nóvember 2020
Prenta
Síðasta flug flugfélagsins Ernis á Gjögur.
Flugfélagið Ernir flugu sitt síðasta áætlunarflug á Gjögur í dag. Flugfélagið Ernir hafa flogið á Gjögur allt frá árisbyrjun 2007 þegar þeir tóku við af Landsflugi sem hætti alfarið flugrekstri í árslok 2006. En nú næstkomandi mánudag 16 nóvember tekur Flugfélagið Norlandair við.
Ernir hafa þjónað Árneshreppi vel og dyggilega í þessi tæpu 14 ár. Fleira fólk var í hreppnum þegar þeyr byrjuðu flug á Gjögur og því meira að flytja bæði vörur og póst. Og mikið var um farþega þá. Nú síðustu ár er miklu færra fólk í hreppnum og minna að flytja en Ernir fækkuðu ekkert ferðum ef eitthvað var að flytja.
Frétt af litlahjalla þegar Ernir byrjuðu flug á Gjögur 2 janúar 2007.:
https://litlihjalli.it.is/frettir/Ernir_a_Gjogur_i_dag/