Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010 Prenta

Símasamband og rafmagn úti.

Fjarskiptastöð Símans í Litlu-Ávík í Trékyllisvík.
Fjarskiptastöð Símans í Litlu-Ávík í Trékyllisvík.
Á mánudagskvöld þann 14 júní fór allt símakerfi út um kl 21:00 um kvöldið hér í Árneshreppi,GSM netsambandið GSM símar og heimasímar líka,þannig að hreppurinn var án neins sambands alveg.

Svona gekk þetta allt kvöldið að samband  var inni og úti,einnig um morguninn þann 15 júní kl 06:00 þegar veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík ætlaði að senda veðurskeyti var allt úti sími og netsamband,var komið inn aftur um og fyrir 08:30.

Þann 16 júní datt allt net út seinniparts dags og símasamband úti annað slægið,og lítið var um svör í upplýsinganúmeri Símans 8007000,en samband hefur verið frá því um og uppúr kl 20:00 þá um kvöldið.

Í gær þann 17 júní hefur verið allt net og símar verið inni síðan,en þá fór rafmagn af í um 10 mínútur kl um 23:00 um kvöldið,ekki vissi starfsmaður Orkubús Vestfjarða á Hólmavík hvað hefði ollið þessum útslætti.

Nú verður eitthvað að fara að gerast í þessum málum að við hér á Ströndum og víðar á Vestfjörðum fáum hundrað prósent síma og fjarskiptaöryggi og líka rafmagnsöryggi á staðina.

Nú þarf formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga að láta í sér heyra og láta hendur standa fram úr ermum og tala við þessa aðila um hvernig megi tryggja öryggi á þjónustu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
Vefumsjón