Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. nóvember 2009 Prenta

Síminn stækkaði netsambandið í gær,háhraðanetið til Árneshrepps.

Frá því að háhraðanet var sett upp í Árneshreppi.
Frá því að háhraðanet var sett upp í Árneshreppi.
Nú hefur Margrét Stefánsdóttir forstöðumaður samskiptasviðs Símans sent vefnum upplýsingar,enn vefurinn Litli-Hjalli gerði fyrirspurn í morgun til hennar hvenær stækkun kæmi til framkvæmda,og Margrét sagði að stöðin hefði verið stækkuð í gær um hádegið og aukið þar með útsendingarstyrk hennar.

Eins og fram hefur komið var einungis vandræði með stöðina sem er í Trékyllisvík af þeim sjö stöðum sem voru settar upp á Ströndum.

Og eins og fram hefur komið var sala í kringum Trékyllisvík vonum meiri enn reiknað var með og var stöðin á álagstímum ekki að anna álagi.

Síminn hefur sett upp á árinu 50 stöðvar í verkefninu og er þetta fyrsta stöðin sem við lendum í svona aðstæðum sökum álags.

Og ennfremur segir Margrét að í verkefninu (um háhraðanetið)eru bæir sem þarfnast sérstakra lausna svo hægt sé að tengja þá t.d. eins og Djúpavík,Kjörvog og Gjögursvæðið.Þeir aðilar eru tengdir síðastir á hverju svæði fyrir sig. Síminn vinnur í lausnum fyrir þau svæði.Ekki sé vitað nákvæmlega hvenær því líkur,sagði Margrét í lokin.

Vefurinn Litli-Hjalli getur staðfest það að netsamband hefur verið mjög gott í dag,og reyndar í allan gærdag.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
Vefumsjón