Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. apríl 2008 Prenta

Síminn þéttir þjónustusvæði sitt.

Sendirinn á Steinnýjarstaðafjalli.
Sendirinn á Steinnýjarstaðafjalli.

Frétt og mynd frá Símanum.

Síminn stækkar og þéttir GSM þjónustusvæðið sitt á norðurlandi og á Ströndum.

 

Síminn hefur kveikt á tveimur nýjum langdrægum GSM sendum sem koma til með að stór efla þjónustuna við viðskiptavini Símans sem staddir eru á norðurlandi og Ströndum

 

Annar sendirinn er á Steinnýjarstaðafjalli á Skagaheiði.Sendirinn hefur um 100 km radíus og mun ná vestur á Strandir allt að Norðurfirði og í austurátt að Siglufirði.Sendinum er ætlað að þjóna strandlengjunni og miðunum og dekkar sendirinn Húnaflóa,ytri hluta Skagafjarðar og vel út á miðin þar í kring.Einnig má búast við tryggari sambandi á veginum á milli Hofsós og Siglufjarðar.

 

Hinn sendirinn er á Þrándarhlíðarfjalli sem er ofarlega í Skagafirðinum.Sá sendir mun dekka norðurhluta Kjalvegar allt að Hveravöllum,hluta af Arnarvatnsheiði og hluta af Skagafjarðarleið Sprengisandsvegar.

 

Þessi viðbót er partur af umfangsmikilli áætlun Símans um að þétta og stækka GSM þjónustusvæði sitt en áætlun Símans gerir ráð fyrir að um mitt sumar verði búið að setja upp 28 nýja langdræga GSM senda út um allt land.Þessi áætlun er liður í því að þétta og stækka GSM þjónustusvæði Símans auk þess sem undirbúningur fyrir uppbyggingu á 3G þjónustu á landsbyggðinni er kominn á fullt skrið.

 

Myndin er tekin við uppsetningu á sendinum á Steinnýjarstaðafjalli.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
Vefumsjón