Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. janúar 2017 Prenta

Síminn vildi ekki skaffa router.

Móttökutækið fyrir netsamband, routerinn, boxið.
Móttökutækið fyrir netsamband, routerinn, boxið.

Það vildi þannig til hjá Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík að á annan í jólum um nónleitið datt allt netsamband út. Haft var strax samband við Símann í 800700 og þeyr sögðu ekkert að netsambandinu á svæðinu og að þetta væri routerinn bilaður eða netkortið. Auðvitað byrjaði Síminn að fullyrða í fyrstu að þetta væri netkortið og sendu Jóni nýtt kort, enn loks þegar það kom var það ekki það. Það skal tekið fram að þeyr settu kortið strax í póst, en vesin var á flugsamgöngum vegna veðurs þarna á milli hátíðanna. En kortið kom loks á föstudaginn 30. desember, og eins og fyrr sagði var það ekki kortið sem var bilað heldur routerinn (boxið), þá var sagt að Jón yrði að senda boxið til þeirra sem og hann gerði með firstu póstferð eftir áramót eða 3 janúar. Þá bað Jón þá hjá Símanum að senda sér box á meðan að hitt væri í viðgerð eða dæmt ónýtt, nei nei, það mátti ekki. En nú í gær fékk hann tilkynningu frá Símanum að routerinn væri bilaður og honum yrði sendur nýr um leið og hann væri til, það var víst ekki til eins box eins og er.

En í millitíðinni heyrir Jón í kunningja sínum hjá Neyðarlínunni og sagði honum frá þessari bilun að það væri netsambandslaust, þá sagði kunningi hans „þetta kemur bara ekki til greina að veðurstöðin í Litlu-Ávík sé ekki nettengd og þurfi að senda veður eins og í eldgamla daga í gegnum heimilissíma;. Síðan sendi þessi vinur hans hjá Neyðarlínunni (box) router sem kom jafnt og nýtt netkort frá Símanum. Þessi maður hjá Neyðarlínunni kom oft til okkar í Litlu-Ávík, „segir Jón þegar verið var að setja upp fjarskiptastöðina á Finnbogastaðafjalli. Þetta sýnir bara hvernig við á landsbyggðinni búum oft við öryggisleysi í fjarskiptum sem öðru. Mér finnst verst að Síminn það fyrirtæki sem maður verslar eingöngu við í fjarskiptum skuli ekki bara bjóðast til að senda manni nýtt móttökutæki á meðan verið er að athuga með bilað tæki. Í lokin vil ég þakka vini mínum hjá Neyðarlínunni innilega fyrir,segir Jón að lokum;.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Húsið fellt.
  • Litla-Ávík.
Vefumsjón