Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. júní 2011 Prenta

Skákhátíð á Ströndum fer í hönd: Skráið ykkur sem fyrst!

Frá skákhátíðinni í fyrra.Mynd Hrafn.
Frá skákhátíðinni í fyrra.Mynd Hrafn.
Fjöldi keppenda er skráður til leiks á Skákhátíð í Árneshreppi á Ströndum, 17. til 19. júní.

Hátíðin hefst með tvískákmóti í Djúpavík föstudagskvöldið 17. Júní, daginn eftir er komið að atskákmóti í Djúpavík og á sunnudaginn verður að vanda hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði.

Keppendum er í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í einum, tveimur eða þremur viðburðum. Þátttaka er í öllum tilvikum ókeypis.

Verðlaunapottur er 100 þúsund krónur, en fjöldi annarra glæsivinninga er í boði, allt frá bókum og geisladiskum til dýrgripa frá Úsbekistan og Eþíópíu. Síðast en ekki síst geta heppnir keppendur nælt sér í muni úr rekaviði eða hannyrðir heimamanna á Ströndum.

Sérstök athygli keppenda er vakin á tveimur verðlaunaflokkum, þar sem allir eiga jafna möguleika: Verðlaun fyrir best klædda keppandann og háttvísasta keppandann.

Akstur frá Reykjavík til Djúpavíkur tekur um eða innan við fjórar klukkustundir. Best er að aka um Dalina (afleggjari skammt frá Bifröst) og yfir Gilsfjörðinn. Nokkrum kílómetrum frá Reykhólum er vegurinn um Arnkötludal (Þröskuldar) og þaðan er skammt til Hólmavíkur. Vegurinn frá Reykjavík til Hólmavíkur er lagður bundnu slitlagi. Frá Hólmavík er ekið á góðum malarvegi um 60 kílómetra til Djúpavíkur.

Meðal keppenda eru Jóhann Hjartarson stórmeistari, Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands, og meistararnir Róbert Lagerman, Stefán Bergsson, Björn Ívar Karlsson, Guðmundur Gíslason, Sævar Bjarnason, Rúnar Sigurpálsson o.fl.

Nánast öll gisting í Djúpavík er nú fullpöntuð, en þar er hægt að tjalda. Þá er einnig hægt að fá gistingu annarsstaðar í Árneshreppi.

Gistiheimili Norðurfjarðar
Gistihús, uppbúin rúm, svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Verslun á staðnum.
Sími: 554-4089Gistiheimili Norðurfjarðar.  Gisting, uppábúin rúm, svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Verslun og kaffihús á staðnum. Edda, sími 554-4089.

Gistiheimilið Bergistangi.  Svefnpokagisting í rúmum, eldunaraðstaða. Verslun og kaffihús á staðnum. Margrét, sími 4514003.

Ferðaþjónustan Urðartindur, Norðurfirði. Sumarhúsaleiga, 25m2 smáhýsi fyrir 2-4 hvert og stærra sumarhús fyrir 6-8 manns og svefnpokagistingu.
Sími: 451 4017 - 843 8110Sumarhúsaleiga. 25 fermetra hús fyrir tvo til fjóra. Stærra hús fyrir 6-8 og svefnpokagistingu. Sími 8438110.

Nýir keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í hrafnjokuls@hotmail.com eða chesslion@hotmail.com. Nánari upplýsingar veitir Hrafn í síma 6950205 eða Róbert í 6969658.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
  • Söngur.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
Vefumsjón