Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. júní 2008 Prenta

Skákveisla í Djúpavík.

Frá Djúpavík.Mynd af vef Hótel Djúpavík.
Frá Djúpavík.Mynd af vef Hótel Djúpavík.
1 af 2
Minningarmót Páls Gunnarsson í Djúpavík hefst á morgun, föstudaginn 20. júní, klukkan 20. Von er á fjölda skákmeistara sem munu etja kappi við vaska sveit heimamanna. Stigahæstir eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen.

Sex alþjóðlegir meistarar mæta til leiks, þrír danskir og þrír íslenskir, þau Arnar Gunnarsson, Jón Viktor Gunnarsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem og FIDE-meistarinn Björn Þorfinnsson, forseti Skáksambands Íslands.

Af harðsnúnum áhugamönnum má nefna feðgana Halldór og Pétur Blöndal. Halldór var um árabil besti skákmaður Alþingis og er afar sókndjarfur. Hann tók þátt í fyrsta skákmótinu í sögu Grænlands, sem Hrókurinn efndi til árið 2003. Þar var Páll Gunnarsson einnig meðal keppenda.

Áhugaskákmenn í öllum styrkleikaflokkum hafa boðað komu sína til Djúpavíkur, ekki síst vinir og félagar Páls heitins úr Hróknum. Páll, sem ættaður var úr Steingrímsfirði, var einn af stofnendum Hróksins og sá sem flestar skákir tefldi fyrir félagið á Íslandsmóti skákfélaga.

Skákmótið fer fram í síldarverksmiðjunni í Djúpavík og hafa heimamenn unnið hörðum höndum að því að breyta gamalli mjölgeymslu í glæsilegan skáksal.

Heimamenn, og þeir sem eru á ferð um Árneshrepp, eru hvattir til að koma og tefla eða fylgjast með. Allir eru velkomnir

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
Vefumsjón