| miðvikudagurinn 3. mars 2010
Prenta
Skemmtilegt skólaferðalag
Krakkarnir í Finnbogastaðaskóla fóru í vel lukkað og skemmtilegt skólaferðalag nú í vikunni. Leiðin lá til Reykjavíkur og á tveimur dögum voru þau mjög athafnasöm: Skruppu í skautahöllina og bókamarkaðinn í Perlunni, þar sem þau skoðuðu líka hina stórkostlegu sögusýningu. Þá gæddu þau sér á veitingum á Hamborgarabúllunni og Lækjarbrekku, en hápunkturinn var leikhúsferð að sjá Oliver í Þjóðleikhúsinu.
Bókin um Óliver Twist hefur verið morgunlesning í Finnbogastaðaskóla síðustu mánuði og krakkarnir þekktu því söguna vel og lifðu sig inn í sýninguna. Það var svo til að kóróna frábæra heimsókn í leikhús allra landsmanna að þau fengu að kíkja bak við tjöldin áður en sýningin hófst.
Upphaflega stóð til að skólaferðalagið stæði í 4 daga, en þar sem flug frestaðist vegna veðurs varð ferðalagið styttra. Þau misstu þannig af heimsókn í sjónvarpshúsið, en þar var þeim boðið að vera við útsendingu á Útsvari, skemmtiþætti ársins. En þó krakkarnir hafi misst af því núna ætlar sjónvarpsfólk að taka vel á móti þeim næst.
Bókin um Óliver Twist hefur verið morgunlesning í Finnbogastaðaskóla síðustu mánuði og krakkarnir þekktu því söguna vel og lifðu sig inn í sýninguna. Það var svo til að kóróna frábæra heimsókn í leikhús allra landsmanna að þau fengu að kíkja bak við tjöldin áður en sýningin hófst.
Upphaflega stóð til að skólaferðalagið stæði í 4 daga, en þar sem flug frestaðist vegna veðurs varð ferðalagið styttra. Þau misstu þannig af heimsókn í sjónvarpshúsið, en þar var þeim boðið að vera við útsendingu á Útsvari, skemmtiþætti ársins. En þó krakkarnir hafi misst af því núna ætlar sjónvarpsfólk að taka vel á móti þeim næst.