Fleiri fréttir

| miðvikudagurinn 3. mars 2010 Prenta

Skemmtilegt skólaferðalag

Lagt í hann! Kári, Ásta og Júlíana á Gjögri.
Lagt í hann! Kári, Ásta og Júlíana á Gjögri.
1 af 5
Krakkarnir í Finnbogastaðaskóla fóru í vel lukkað og skemmtilegt skólaferðalag nú í vikunni. Leiðin lá til Reykjavíkur og á tveimur dögum voru þau mjög athafnasöm: Skruppu í skautahöllina og bókamarkaðinn í Perlunni, þar sem þau skoðuðu líka hina stórkostlegu sögusýningu. Þá gæddu þau sér á veitingum á Hamborgarabúllunni og Lækjarbrekku, en hápunkturinn var leikhúsferð að sjá Oliver í Þjóðleikhúsinu.

Bókin um Óliver Twist hefur verið morgunlesning í Finnbogastaðaskóla síðustu mánuði og krakkarnir þekktu því söguna vel og lifðu sig inn í sýninguna. Það var svo til að kóróna frábæra heimsókn í leikhús allra landsmanna að þau fengu að kíkja bak við tjöldin áður en sýningin hófst.

Upphaflega stóð til að skólaferðalagið stæði í 4 daga, en þar sem flug frestaðist vegna veðurs varð ferðalagið styttra. Þau misstu þannig af heimsókn í sjónvarpshúsið, en þar var þeim boðið að vera við útsendingu á Útsvari, skemmtiþætti ársins. En þó krakkarnir hafi misst af því núna ætlar sjónvarpsfólk að taka vel á móti þeim næst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
  • Veiðileysa-11-09-2002.
Vefumsjón