Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. ágúst 2011 Prenta

Skipt um járn á skemmu.

Járnið komið á öðru megin.
Járnið komið á öðru megin.
1 af 3
Eitthvað eru bændur að dytta að húsum peningshúsum eða öðru þegar tími gefst til nú fyrir haustleitir. Á föstudag og laugardag  var verið að skipta um járn á 200 fermetra skemmu í Litlu-Ávík eða svonefndu Sögunarhúsi þar sem öll sögun fer fram í Litlu-Ávík. Áður var búið að skipta um járn þar á peningshúsum, í fyrra á hlöðu og fjárhúsunum  í  hitteðfyrra.

Eins voru einhverjir bændur að skipta um og endurbæta hjá sér í fjárhúsum,grindur og milliverk eða skilrúm á milli garða.

Einnig var skipt um klæðningu nú fyrir stuttu,á vélageymslunni á Gjögurflugvelli á vegum Isavia  þar sem heimamenn unnu verkið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón