Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. apríl 2014 Prenta

Skólaferðalag Finnbogastaðaskóla.

Nemendur og starfsfólk við brottför frá Gjögri.
Nemendur og starfsfólk við brottför frá Gjögri.

Nemendur og Starfsfólk Finnbogastaðaskóla fóru í ferðalag þriðja til sjötta apríl. Farið var með flugi frá Gjögri til Reykjavíkur. Í Reykjavík var farið í Keiluhöllina í Öskjuhlíð og síðan í bíó. Á öðrum degi var farið til Vestmannaeyja með Herjólfi og urðu sumir sjóveikir.
Í Vestmannaeyjum tók fyrrum kennari Finnbogastaðaskóla, Steinunn Jónatansdóttir og maður hennar Óðinn Steinsson sem fóru með hópinn víða um eyjarnar, svo sem í Hamraskóla,Sæheima og Safnheima og einnig upp á Stórhöfða. Á laugardaginn fimmta apríl var farið upp á meginlandið aftur og með flugi til Gjögurs á mánudaginn 7. Nánar má sjá ferðasöguna og myndir á vefsíðu Finnbogastaðaskóla.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón