Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. apríl 2010 Prenta

Skýrsla formanns á aðalfundi 2010 FMSV.

Sigurður Atlason formaður í ræðustól.
Sigurður Atlason formaður í ræðustól.

Frá síðasta aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða sem haldinn var á Drangsnesi fyrir réttu ári síðan þann 18. apríl 2009, hafa verið haldnir sjö stjórnarfundir. Þrisvar sinnum hefur stjórnin náð að hittast augliti til auglitis og fjórum sinnum hafa fundir verið haldnir í gegnum síma. Stjórnin öll hefur verið starfsöm og tekið virkan þátt í þeim málefnum sem rædd hafa verið á fundunum. Ég vil þakka þeim öllum kærlega fyrir samstarfið á liðnu ári og hlakka til að takast á við frekari verkefni í framtíðinni, með þeim stjórnarmönnum sem halda áfram og þeim sem koma nýir inn. Ég vil færa sérstakar þakkir til Áslaugar Alfreðsdóttur sem hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs að þessu sinni. Áslaug hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu ferðaþjónustu á Vestfjörðum innan Ferðamálasamtaka Vestfjarða frá árinu 1988...

Á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða má sjá nánar um skýrslu formanns í heild.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
Vefumsjón