Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. desember 2013
Prenta
Slæm veðurspá í dag.
Veðurspáin er slæm í dag og í kvöld fyrir Strandir og Norðurland vestra,en hún er svohljóðandi: Norðan 13-23 m/s og snjókoma, hvassast á annesjum. Frost 0 til 5 stig. Norðan 10-15 og él á morgun, en norðaustan 8-13 annað kvöld og úrkomuminna. Nú um hálf þrjú er komin talsverð snjókoma hér í Árneshreppi,en él og lítilsáttar snjókoma var fyrir hádegið og mjög hvass,en nú er hægari í bili. Mikil frostrigning var frá því um hádegi um talsverðan tíma,greinilega á meðan frostið var að minnka. Síðan mun frost fara vaxandi í kvöld.