Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. mars 2012 Prenta

Slæmt veður í kvöld og nótt.

Miklar kviður geta verið í suðvestan hvassviðrinu í Árneshreppi sem gengur nú yfir,kviður allt yfir 40 m/s.
Miklar kviður geta verið í suðvestan hvassviðrinu í Árneshreppi sem gengur nú yfir,kviður allt yfir 40 m/s.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á að Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna storms sem gengur yfir landið í kvöld og nótt og fylgja honum mjög snarpar vindhviður.

Nú fer veður versnandi og má búast við að vindhraði verði víða 18-23 m/s undir kvöld en allt að 25 m/s norðvestantil á landinu og á miðhálendinu. Vindhviður við fjöll geta farið yfir 40 m/s, einkum um landið norðan- og austanvert.

Með þessu veðri hlýnar tímabundið en fer að kólna aftur seint í kvöld og nótt. Í fyrramálið minnkar vindur smám saman en áfram verður hvasst norðvestantil og austantil á Suðausturlandi á morgun.

Á vef Veðurstofunnar er hægt að nálgast nýjustu veðurspá á hverjum tíma: http://www.vedur.is/

Færð er víða slæm með mikilli hálku og er vegfarendum bent á að kynna sér vel veður og færð áður en haldið er af stað. Hér má finna upplýsingar af vef Vegagerðarinnar: http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand

Búast má við að færð spillist enn frekar og því er ljóst að ekki verður gott ferðaveður í kvöld og í nótt. Innskot fréttamanns Litlahjalla: Nú þegar klukkan 18:00 voru gefin upp 20 m/s í jafnavind og kviður upp í 34 m/s á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,og svipað var á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli!

Athugasemdir

Atburðir

« 2020 »
« Júní »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
  • Veiðileysa-11-09-2002.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón