Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. mars 2020
Prenta
Snjókoma og skafrenningur.
Það eru engin lát á þessum óveðrum sem af er mánuði, einn og einn dagur sæmilegur. Nú er hér á Ströndum sunnan og suðvestan hvassviðri með snjókomu og miklum skafrenningi, og dregur í enn frekari skafla. Samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík var farið að gefa upp djúpa skafla eftir norðaustan áhlaupið þann 11. Og ekki batnar það núna þegur skefur mikið niður á láglendi.
Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð austlægri átt á morgun hvassast og úrkomumest á Ströndum. Og síðan norðaustan hvassviðri eða stormur á þriðjudaginn með snjókomu.