Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. janúar 2011 Prenta

Snjómokstur og slæm færð.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Nú er verið að moka veginn frá Norðurfirði til Gjögurs og ruðningum mokað útaf eftir síðasta snjómokstur á mánudag,en þá var mikið að moka þótt seint hafi verið mokað eða um og eftir að flogið var á Gjögur,það er eins og megi ekki moka nema að öruggt að flug verði, og þurftu menn að þvælast í djúpum og blautum snjó og jeppar drógu kviðinn,en það snjóaði mikið á sunnudag og mánudag.Nú er mjög hált eftir að frysti aftur eftir bleytuna í gær.

Föstudaginn 14 var mokað til Djúpavíkur norðan megin frá,þann dag komust Eva og Ásbjörn í Djúpavík norður að sækja póstinn enn síðast gátu þau sótt póst mánudaginn 3 janúar,en sá mokstur spilltist fljótt.Hvort mokað verður þangað aftur á morgun er ekki vitað,enn nú gengur á með mjög dimmum éljum.Samkvæmt veðurspá Veðurstofu mun hlýna verulega á morgun og yfir helgina og spáð er hláku áfram fram í næstu viku.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
  • Lítið eftir.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón