Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. apríl 2019 Prenta

Snjósleðaferðir frá Djupavík.

Margir snjósleðar við Hótel Djúpavík.
Margir snjósleðar við Hótel Djúpavík.
1 af 3

Það hefur verið margt um manninn í vetur hjá þeim í Sleðaferðir á Ströndum. Þetta er fjórði veturinn í röð sem skipulagðar snjósleðaferðir hafa verið í boði hér á Ströndum. Gist er á Hótel Djúpavík og hafa þessar ferðir aldeilis hleypt lífi í Árneshrepp á veturnar. Frá fyrsta vetri hafa hundruð manna heimsótt Strandirnar og fengið að sjá þetta töfrandi svæði skarta sínu fegursta í vetrabúningi . Eitthvað sem ekki svo margir hafa séð. Í vetur hafa nú þegar verið farnar fimm ferðir og sú sjötta væntanlega næstkomandi helgi. Gestir þessara ferða virðast vera himinlifandi með þetta framtak þar sem margir koma ár eftir ár og þá oftast með nýja gesti með sér. Allt er til alls fyrir sleðamanninn í þessum ferðum. Gisting í uppábúnum rúmum, allur matur og leiðsögumenn er innifalið í ferðunum „segir Magnús Karl Pétursson hótelstjóri á Hótel Djúpavík.“ Einnig sendi Magnús vefnum meðfylgjandi myndir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Melar I og II.
  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
Vefumsjón