Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. mars 2009 Prenta

Snoðklipping.

Gunnar H D Guðjónsson í Bæ við rúning,(Snoðklippingu).
Gunnar H D Guðjónsson í Bæ við rúning,(Snoðklippingu).
1 af 2
Nú eru bændur að fullu við rúning á sauðfé eða hinni svonefndu snoðklippingu.

Bændur hafa rúið fé sitt sjálfir heldur en að fá aðkeypta vinnu við það.

Samkvæmt verðbæklingi frá Íslenskum búrekstrarvörum Lambeyrum í Búðardal,sem sendur var til bænda fyrir nokkru um verð fyrir snoðklippingu er verðið ef fé er lagt fyrir rúningsmann 210 kr,pr kind,og ef rúningsmaður leggur sjálfur þá á verðið að vera 350 kr,pr kind.

Þannig að ef bóndi er með 300 kindur og leggur fyrir rúningsmann þá væri verðið 63.000.00 kr og ef rúningsmaður leggur sjálfur væri kostnaður fyrir 300 kindur 105.000.00 kr.

Þannig að bændur mega reikna sér ágætiskaup við klippinguna því flestir bændur verða að leggja féið sjálfir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Drangavík 18-04-2008.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
Vefumsjón