Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. apríl 2012 Prenta

Söngleikur á Drangsnesi.

Frá ævingu á Óliver.
Frá ævingu á Óliver.

Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á söngleiknum Óliver á Drangsnesi núna á morgun, laugardag 28. apríl. Um er að ræða lítt stytta útgáfu af þessum fræga söngleik í þýðingu Flosa Ólafssonar sem nemendur Grunnskólans á Drangsnesi sýndu á árshátíð skólans fyrir páska. Allir nemendur skólans taka þátt í sýningunni sem er hressileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Nú í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Charles Dickens en söngleikurinn Óliver er gerður er eftir Oliver Twist, einni þekktustu sögu hans. Sýningin verður í Félagsheimilinu Baldri og hefst klukkan 17:00. Sýningartími er um 1 klst. Miðaverð er 1.000 kr fyrir fullorðna en 500 kr fyrir börn á grunnskólaaldri. Þetta kemur fram á vefnum strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón