Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. nóvember 2012 Prenta

Stefnt að strandsiglingum á næsta ári.

Flutningaskip á Norðurfirði,19-04-2007.Skildu skip sjást aftur á Norðurfirði?
Flutningaskip á Norðurfirði,19-04-2007.Skildu skip sjást aftur á Norðurfirði?

Stefnt er að því að ríkisstyrktar strandsiglingar hefjist á næsta ári. Miðað er við að dregið verði úr styrknum jafnt og þétt í sjö ár en þá er gert ráð fyrir að siglingarnar verði orðnar sjálfbærar. Í útboðinu er miðað við að tryggt sé að flutt verið að mista kosti 70 þúsund tonn árlega og að flutningarnir muni aukast þegar þeir hafa fest sig í sessi. Þá er miðað við að siglt verði hringinn í kringum landi að minnsta kosti 50 sinnum á ári til helstu hafna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aursturlandi.
Ríkisstyrktum strandsiglingum var hætt um miðjan tíuna áratug síðustu aldar og skipafélögin hættu endanlega sjóflutningum árið 2004. Frá þeim tíma hafa allir þungaflutningar farið fram á landi. Reiknað hefur verið út að einn fullhlaðinn flutningabíll slíti vegum á við tæplega tíuþúsund fólksbíla.
Ekki hefur verið gefið upp hve hár ríkisstyrkurinn verður. Ekki gert ráð fyrir honum í fjárlagafrumvarpinu en miðað er við að farið verði frá á aukafjárveitingu á næsta ári. Eftirlitsstofnun ESA hefur verið kynnt áform íslenskra stórnvalda og er beðið eftir svari frá stofnuninni um hvort syrkirnir samræmist reglum á evrópska efnahagssvæðinu: Þetta kom í fréttum RÚV fyrir stuttu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Súngið af mikilli raust.
Vefumsjón