Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2015 Prenta

Stefnumótunarfundur á Hólmavík miðvikudag kl. 15:00.

Fundurinn á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Fundurinn á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Nú stendur yfir vinna að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Búið er að halda tvo fundi, á Patreksfirði og Ísafirði, og framundan er fundur á Hólmavík sem fresta þurfti í síðustu viku. Fundurinn á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Um er að ræða opinn fund sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að Sóknaráætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Fundurinn stendur að hámarki í þrjá tíma og kaffi verður á boðstólum í hléi.

 

Í nýrri Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 á að fjalla um nýsköpun og atvinnuþróun, menningarmál, uppbyggingu mannauðs og lýðfræðilega þróun á svæðinu. Á fundunum verður fjallað um stöðu Vestfjarða í þessum málaflokkum í stuttum kynningum og síðan unnið í hópum við hringborð. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur umsjón með vinnunni og nýtur aðstoðar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Allir sem áhuga hafa á byggðamálum og framtíð Vestfjarða eru hvattir til að mæta á fundina og taka þátt í vinnunni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Krossnes séð úr urðunum 15-03-2005.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
Vefumsjón