Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. ágúst 2018 Prenta

Stór Borgarísjaki NNA af Sæluskeri.

Skipherrann með sextantinn góða.
Skipherrann með sextantinn góða.

Er rúmlega 300 metra langur og 70 metra breiður borgarísjaki virðist strandaður 19,5 sjómílur norðnorðaustur af Selskeri, (Sæluskeri) norðnorðaustur af Ströndum. Ísjakinn getur verið hættulegur sjófarendum en sést vel í ratsjá.

Áhöfnin á varðskipinu Tý mældi borgarísjakann í gærmorgunn. Hann er 315 metra langur, 70 metrar á breidd og 33 metrar á hæð, samkvæmt mælingum Thorbens J. Lund skipherra sem notaði sextant til verksins.

Borgarísjakinn er á stað 66°26,7‘N – 21°21,7‘V. Hann er ekki á hreyfingu og virðist því hafa strandað þarna. 

Ísjakinn ætti að sjást frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík þegar skyggni lagast, en þoka og þokuloft hefur verið nú síðustu daga við Húnaflóa. Athugað verður með þennan jaka frá veðurstöðinni um leið og skyggni lagast.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Lítið eftir.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
Vefumsjón