Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. febrúar 2011 Prenta

Stormviðvörun.

Hvítfixandi sjór mun verða í nótt og morgun í aflandsvindi
Hvítfixandi sjór mun verða í nótt og morgun í aflandsvindi
Veðurstofan varar við stormi sunnan og vestanlands undir kvöld og ofsaveðri, allt að 30 m/s í fyrramálið. Einnig varar Veðurstofan við stormi norðan- og austanlands í nótt og á morgun.Veðurspáin hljóðar svo:
Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s og rigning S- og V-lands síðdegis, en hægara og þurrt NA-lands. Suðaustan 18-23 SV-til í kvöld, en 23-30 þar seint í nótt og í fyrramálið. Suðaustan 18-23 og víða rigning á morgun, en slydda NA-lands. Dregur heldur úr vindi SV-lands seinni partinn. Töluverð rigning á SA-landi á morgun. Hægt hlýnandi veður og hiti víða 1 til 6 stiga hiti undir kvöld, en vægt frost í innsveitum NA-til til fyrramáls
.

Veðurathugunarmaðurinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík vill bæta við af reynslu í SA áttum,að ótrúlegt er að þetta veður nái á Strandir nema að vindur verði Suðlægari enn spáð er nema á stöku stað.Einnig vill veðurathugunarmaður ekki gera lýtið úr þeyrri veðurspá sem spáð er hér á Sröndum af  VÍ ,ef vindur nær sér upp á annað borð hér um slóðir,þá gæti farið svo að versta veðrið yrði hér í fyrramálið og á morgun.Allir eru beðnir að fara varlega í hálkunni og helst að vera ekkert á ferðinni í kvöld og fram á dag á morgun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Úr sal.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
Vefumsjón