Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. nóvember 2013 Prenta

Strandafrakt sótti ull í gær.

Bíll frá Strandafrakt.
Bíll frá Strandafrakt.
1 af 2
Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt kom norður í gær að sækja fyrri ferðina til bænda af ull. Þetta er mjög snemmt miðað við undanfarin ár. Bændur hafa verið að rýja eða klippa fé eins og það er kallað nú. Nokkrir eru búnir með rúningu,aðrir langt komnir,en eitthvað vantar af fé ennþá. Ullin fer í Ullarþvottstöð Ístex á Blönduósi. Strandafrakt sér um að sækja ull víðar í sýslunni til bænda og flytja á Blönduós. Strandafrakt kemur svo aftur að sækja ull þegar öll ull er tilbúin. Yfirleitt kemst ullin í tveim ferðum frá bændum í Árneshreppi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
Vefumsjón