Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. mars 2011 Prenta

Strandagangan var um helgina.

Frá Strandagöngunni.Mynd Ingimundur Pálsson.
Frá Strandagöngunni.Mynd Ingimundur Pálsson.
17.Strandagangan var haldin um helgina í Selárdal í ágætu veðri.Alls tóku 82 þátt í göngunni og komu víða af landinu, Húsavík, Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði, Súðavík, Ísafirði og höfuðborgarsvæðinu.Allir þeir sem komu að framkvæmd göngunnar fá kærar þakkir fyrir, og má segja að allt hafi gengið eins og í sögu við framkvæmd göngunnar.Kaupfélag Steingrímsfjarðar fær þakkir fyrir stuðninginn við gönguna, en Kaupfélagið hefur verið styrktaraðili göngunnar frá upphafi.

Sigurbjörn Þorgeirsson frá Ólafsfirði kom fyrstur í mark í 20 km göngunni og fékk því hinn stórglæsilega Sigfúsarbikar til varðveislu næsta árið. Sigurbjörn vann öruggan sigur í göngunni, en hann tók forustuna strax í upphafi og hélt henni alla leið. Næstur í mark var annar Ólafsfirðingur Kristján Hauksson rúmlega mínútu á eftir Sigurbirni.

Úrslit má sjá á vef Skíðafélags Strandamanna.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • Krossnes-20-10-2001.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Frá brunanum.
Vefumsjón